Steingrímur stendur sig vel

Steingrímur J. Sigfússon vex sem stjórnmálamaður með hverjum degi sem líður. Hann fékk eitt erfiðasta mál íslenskrar stjórnmála- og efnhagssögu á sitt borð sem fjármálaráðherra, og sýnir bæði ábyrgð og festu í meðferð þess. Smámennin sem eru leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa í þessu máli valið sér hlutverk óábyrgra lýðskrumara. Það á sérstaklega við um kögurmilljónerann Sigmund Davíð, afsprengi einkavinavæðingarinnar, sem nú iðkar frammíköll og ódýran hræðsluáróður.  
mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stendur hann sig vel?

Í hverju?

Bretarnir sendu bara "samning" með krossi neðst þar sem átti að skrifa undir.

 Þarf einhverja sérstaka hæfileika til að skrifa nafnið sitt?

Við lærum það nú flest strax í 1bekk grunnskóla.

Hann hefur hins vegar sýnt vel fram á það að hann er sá lýgnasti í salnum, þar kemst enginn nálægt honun nema kannski Bjarni Ben.

Það eru svosem hæfileikar útaf fyrir sig.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Dóri P vinur minn kallar það að vera á skrýmslaveiðum þegar blogg lokka fram andsvör frá helbláum íhaldspungum sem æpa fúkyrði. Bærileg veiði í dag. Tveimur landað.... 

Ólafur Ingólfsson, 2.7.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband