Hvers vegna ekki hringja í neyðarlínuna?

Guðlaugur Þór kallar eftir rannsókn til að hreinsa mannorð sitt. Nú á Ríkisendurskoðun að kanna málið. Hann skilur ekki að pólitískt kapital hans er upp urið. Honum er ekki treyst. Hann hefur verið í hringiðu "stórstyrkja/mútumálsins", og verið beggja vegna borðsins. Haft möguleika á að greiða götu FL-Group og Landsbankanns í tilraunum þeirra til að gleypa Orkuveituna, og verið stjórnarformaður Orkuveitunnar á örlagatímum. Hans sæng er upp reidd, hann bara sér það ekki. Hvers vegna ekki að hringja í Neyðarlínuna, 112? Þeir hafa brugðist við áður til að bjarga sjálfstæðismönnum í neyð.
mbl.is Óskar úttektar á störfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldar tillaga... skjót og örugg (syndaaf) lausn.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband