Ekkert lært og engu gleymt

Það segir heilmikið um Sjálfstæðisflokkinn að landsfundarfulltrúar réðu sé ekki af kæti yfir þessari dæmalausu ræðu Davíðs. Þar vantaði allt uppgjör við fortíð flokksins, alla greiningu á því hvað það var sem leiddir til hruns íslensks efnahagskerfis. Hvernig var staðið að einkavæðingu bankanna? Skifti það einhverju máli að bankarnir voru afhentir einkavinum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, undir vökulu auga og með samþykki ráðherranefndar einkavæðingar. Hvejir sátu þar? Davíð Oddson, Geir Haarde, Valgerður Sverrisdóttir og Halldór Ásgrímsson. Ekki skrýtið að Davíð skauti framhjá þessu og beini athygli sinni (og dónaskap) að núverandi seðlabankastjóra og ríkisstjórn. Okkur andstæðingum græðgisvæðingar og rányrkju þykir gott að afturganga Davíðs gengur ljósum logum á flokksþingi Sjálfstæðisflokksins og skemmtir landsfundarfulltrúum. Það tryggir að flokkurinn fær minna fylgi í komandi kosningum. Fólk er nefnilega ekki vitlaust. Það man hvað gerðist, og það veit hverjir bera ábyrgð á hruninu. Skyldi sjálfstæðismönnum verða jafn skemmt þegar talið verður uppúr kjörkössunum? 

Því má bæta við að Davíð líkti því við krossfestingu Jesú þegar hann var látinn fara frá Seðlabankanum. Morgunblaðið sleppir því í frétt sinni að segja frá eftirfarandi kafla úr ræðu Davíðs:

„Þeir þrjótar sem krossfestu Krist létu tvo óbótamenn sitthvoru megin við hann á krossinum. En þegar verklausa minnihlustastjórnin hengdi þrjótinn Davíð, voru það tveir strangheiðarlegir og vandaðir heiðursmenn, sem fengu grátt að gjalda manninum til samlætis."

Hafa menn heyrt talað um Messíasarkomplex? Skyldi forystusveit Sjálfstæðisflokksins hafa verið skemmt undir þessu?


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það sátu ekki allir undir þessu og öllum var ekki skemmt!

Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.3.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Dreifð eignaraðild að bönkunum kom við sögu í ræðu Davíðs. Það var þegar við sölu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins sem Samfylkingarfólk reyndi að afstýra dreifðri eignaraðild. Það má svo bara öskra hátt og hafa í frammi ókvæðisorð til að breiða yfir þetta.

Skúli Víkingsson, 28.3.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband