Sjálftaka = þjófnaður

Maður verður kjaftstopp þegar svona fréttir berast. Stjórnendur og stærstu hluthafar bankanna hafa iðkað sjálftöku, þ.e. skammtað sjálfum sér ógrynni fjár og falið inná bankareikninga í eyríkjum langt í burtu. Það var sum sé ekki nóg með að þessir menn skömtuðu sér mánaðarlaun sem voru á við nóbelsverðlaun, heldur veittu þeir sér og sínum stór "lán" rétt fyrir bankahrunið. Síðan á almenningur að borga fyrir veisluna. Þetta er með ólíkindum. Fer ekki að vera kominn tími til að pússa handjárnin og sækja eitthvað af þessu liði og spyrja það kurteislega spjörunum úr? Við kjósendur ættum líka að muna að það verður líka að krefjast pólitískrar ábyrgðar. Hún er hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þeri einkavinavæddu bankana og lögðu niður eftirlitsstofnanir eins og Þjóðhagsstofnun - og gerðu arkitekta vitleysunnar að seðlabankastjóra (Davíð Oddsson) og skipuðu í bankaráð Seðlabankanns (Hannes Hólmsteinn).


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko...mér finnst ad allir sem ganga um í jakkafötum og eru annadhvort í framsókn eda sjálfstaedisflokknum eigi ekki ad sakfellast fyrir ad skrifa nafn sitt undir pappíra.  Ekki voru thessir menn ad setja sedlabúnt í poka um leid og their otudu byssu ad einhverjum gjaldkera.  Algjör ótharfi ad vera ad aesa sig svona upp út af einhverju bankabusiness sem fólk hefur hvort sem er ekki neitt vit á.

Ekki gydingur (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband