Klaufalega þýdd frétt

Það er augljóst að jmv sem þýðir fréttina er ekki með Suðurskautslandið og keisaramörgæsir alveg á hreinu, og útkoman er klaufaleg frétt sem að hluta til gefur rangar upplýsingar. Hvers vegna er birt mynd af Adelie mörgæsum í frétt um keisaramörgæsir? Það er svipað og birta mynd af straumönd í frétt um heiðagæsir. Terre Adelie er franska nafnið á Adelielandi (terre þýðir land). Hvers vegna ekki nota Adelieland, og sleppa frönskunni? Stofnstærð keisaramörgæsa á Suðurskautslandinu er talinn vera yfir 400.000 fuglar, ekki 6000 eins og segir í fréttinni. Það kann að vera að það hafi verið 6000 fuglar í varpinu sem rannsakað var, en það eru meira en 40 varpstaðir keisaramörgæsa á Suðurskautslandinu, og stofnstærð fuglanna er yfir 400.000. Mogginn ætti að vanda sig aðeins betur, og láta fréttamenn með smá bakgrunn í náttúrufræði þýða fréttaskeyti sem þetta.... 
mbl.is Keisaramörgæsir í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Pálsson

Alveg sammála Ólafur.

mbl.is virðist sérhæfa sig í að baka múrsteina úr ágætis deigi.

Ógnin er engu að síður raunveruleg, umhverfisbreytingar og mannana gjörðir hafa rekið margar lífverur fram á ystu nöf og aðrar fram af. 

Keisaramörgæsin fangar athygli fólks betur en gráleitir froskar eða einhver, að því er virðist, lítilfjörleg grös. Vonandi verður það fólki hvatning til að vernda náttúruna og e.t.v. breyta neyslu mynstri sínu.

Arnar Pálsson, 29.1.2009 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband