Sjálfstæðisflokkur í sárum

Sjálfstæðisflokkurinn er í sárum. Geir Haarde og félagar héldu að þeir gætu komist upp með að draga á eftir sér lappirnar endalaust og gera ekki neitt til að koma til móts við kröfur almennings um að axla ábyrgð. Davíð átti að sitja í skjóli þykkra veggja Seðlabankans á meðan menn veltu fyrir sér hugsanlegri sameiningu bankans og fjármálaeftirlitsins. Geir hafnaði því algerlega að hann bæri einhverja ábyrgð ("ef ég hef gert eitthvað rangt þykir mér það miður") og skilur ekki að almenningur krefst uppgjörs. Hann hefur þrátt fyrir allt stjórnað fjármálaráðuneytinu í hartnær 18 ár, lengst af sem fjármálaráðherra og síðan forsætisráðherra. Hann var einn þeirra sem stjórnuðu einkavinavæðingu bankanna. Sannleikurinn er sá að fólk er búið að fá nóg af gerræðislegum stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins og stuðningi hans við sjálftökumenn í fjármálageiranum. Sjálfstæðisflokkurinn er í sömu stöðu og Kristilegir Demókratar á Ítalíu voru í fyrir um 10 árum. Almenningur þar fékk sig fullsaddann af tengslum flokksins við skipulagða glæpastarfsemi, mafíuna. Bankastjórarnir á Íslandi stunduðu skipulagða glæpastarfsemi þegar þeir kerfisbundið aðstoðuðu auðmenn við að koma fjármunum úr landi og í skattaskjól á Caymaneyjum og annars staðar. Glæpaverkin voru unnin í pólitísku skjóli Sjálfstæðisflokksins. Það eiga sjálfstæðismenn eftir að greiða háu verði í komandi kosningum.
mbl.is „Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Það getur verið að þú vanmetir sauðkindartilhneigingu íslenskra kjósenda. Það kæmi mér lítið á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta á þingi í næstu kosningum. Welcome to Iceland.

Jonni, 28.1.2009 kl. 10:01

2 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Sæll Jonni, ef þú hefur rétt fyrir þér og kjósendur fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum ætti kveðjan að vera "welcome to Iceland, have a banana".

Ólafur Ingólfsson, 28.1.2009 kl. 10:18

3 identicon

Islendingar hafa gullfiskaminni. Og svo merkilegt sem það nú er þá hefur það alltaf þótt fínt að kjósa "Íhaldið" þótt í hluta hafi átt blásnauður almúginn, þá kaus það íhaldið því kannski fékk það lán hjá kaupmanninum á horninu ef það gerði það.  Í sveitunum voru það Kaupfélögin sem héldu járnkló yfir bændunum, og stýrðu þeim með harðri hendi. Enda skiftu þeir völdunum á milli sín Framsóknarmaddaman og Íhaldið.  Vonandi kemur aldrei þessi tíð aftur, en fróðir menn segja að efnahagurinn færist á plan 1950-55.  og þeim tíma  man ég vel eftir......

J.þ.A (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband