Mótmælin beinast ekki gegn lögreglunni

Það er leiðinlegt að heyra að kastað hafi verið grjóti að lögreglumönnum. Við erum ekki að krefjast afsagnar lögreglunnar eða að hún fari úr miðbænum. Mótmælin eru pólitísk, og við krefjum ráðamenn ábyrgðar, að vanhæf stjórn fari frá og boðað verði til kosninga. Það vinnst ekkert með því að ögra lögreglumönnum eða slasa þá. Það eru skrílslæti sem vinna gegn mótmælendum. Við viljum ekki stjórnleysi og uppþot. Það á ekkert skylt við mótmæli.
mbl.is Lögreglumaður enn á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á að lögsækja þessa mótmælendur sem fara yfir strikið og ykkur fullorðið sólk sem mærir þessar aðgerðir.  Þetta er svo langt farið út fyrir öll velsæmismörk að öllu heiðvirðu fólki blöskrar.   Stórslasa lögreglumenn, bera eld að Alþingi?  Skríll og hyski sem slíkt gera.  Senda þetta rusl af landi brott.

Baldur (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Öfgar leiða alltaf til vandræða, og grjótkast gegn lögreglumönnum er til vandræða. Mér sýnist á athugasemd Baldurs að hann sé spegilmynd þeirra sem köstuðu grjóti að lögreglumönnum, sé fulltrúi annarra öfga. Lögsækja fullorðið fólk sem styður mótmæli gegn ríkisstjórninni og senda mótmælendur í útlegð? Svoleiðis lagað hefur verið gert, auðvitað, í Rússlandi Stalíns, Ítalíu Mússolínis og Kína Maós. Vilt þú að þetta gerist líka á Íslandi Geirs Haarde? Ef þú villt láta taka mark á þér í umræðunni, Baldur, reyndu þá að vera málefnalegur í stað þess fara með svona fúkyrði sem eru sjálfum þér til minnkunar.

Ólafur Ingólfsson, 22.1.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband