Hættur á moggablogginu

Eigendur Morgunblaðsins fórnuðu trúverðugleika blaðsins með þeim gjörningi að gera Davíð Oddsson að ritstjóra. Þeir velja að gera blaðið að varnarvettvangi sérhagsmuna í sjávarútvegi og Evrópumálum. Ég hef sagt upp áskrift að blaðinu og mun ekki lesa netútgáfu þess. Því er sjálfhætt að blogga á þessum vettvangi.


Fara að hætti Bokassa, kanski...?

Bokassa og aðrir einræðisherrar höfðu það víst fyrir sið að taka með sér alla hirðina ef leggjast áttí í ferðalög. Þannig var tryggt að enginn var heima til að gera stjórnarbyltingu meðan þeir voru í burtu. Steingrímur hefði átt að taka óánægjudeildina með sér til Istanbúl, þá hefði hallarbyltingu kanski verið afstýrt...
mbl.is Hétu öll stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin í raun dauð

VG er búið að fella stjórnina, hún er dauð, en vil bara ekki horfast í augu við það. Það er ekki þingmeirihluti fyrir ríkisábyrgð á icesave samningnum. Vandamálið er að það getur enginn tekið við stjórnarvölnum, það blasir við stjórnarkreppa. Sjálfstæðismenn vilja ekki í stjórn, því þeir vilja ekki fást við afleiðingar spillingar og óstjórnar egin flokks í 16 ár. Framsókn er ótæk vegna lýðskrumsstefnu nýja formannsins, og VG klofnir og í raun ekki hæfir til neins nema að sitja í stjórnarandstöðu.   
mbl.is Stjórnin ekki í hættu vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur að blogga...?

Vinur minn spurði mig hvort ég væri hættur að blogga, það væru svo fáar nýjar færslur á blogginu frá mér. Já, ég er eiginlega hættur að blogga. Það eru margir góðir einstaklingar, menn og konur, sem blogga af alvöru á netinu, reyna að hafa áhrif til hins betra og koma skynsamlegum rökum að í umræðunni. Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki. Til að taka þátt í umræðunni verður maður helst að hafa eitthvað uppbyggilegt að leggja til hennar. Ég er því miður á góðri leið með að gefast upp á þessu rugli sem ríkir í stjórnmálum á Íslandi - spillingunni, heimskunni og veruleikabrengluninni - sem endurspeglast best í endurkomu Davíðs Oddssonar inná vettvang stjórnmálanna (já, já, hann er ritstjóri moggans, ekki alþingismaður, en endurkoma hans markar að skrýmsladeild Sjálfstæðisflokksins blæs til sóknar. Nú á að setja spinn á raunveruleikann). Ég nenni ekki að berjast við uppvakninga, og tek mér frí frá blogginu.  


Hinn afstæði sannleikur

Einn vina minna, sem er heimspekingur að mennt og mikill kostamaður, sagði um daginn að vandamálið við Ísland nútímans væri að sannleikurinn hefði verið gerður afstæður og að rétt og rangt væri hætt að skipta máli. Þannig getur Davíð Oddsson sagt eitt í fjölmiðlum á Íslandi, en eitthvað allt annað í Bretlandi. Guðlaugur Þór getur reynt að einkavæða Orkuveituna og færa stórfelldar eigur úr almannaeigu til einkavina í gær en leikið bjargvætt þjóðarinnar í icesave málinu í dag. Geir Haarde, sem var í ráðherranefndinni sem handstýrði Landsbankanum í eigu Björgúlfsfeðga í gær, fullyrðir í norsku sjónvarpi í dag að samviska hans sé hrein, hann hafi ekkert gert sem stjórnmálamaður sem hann þurfi að biðjast afsökunar á. Veruleikinn er bara eins og þú villt hafa hann, og ef einhver gerir athugasemdir við það, já, þá fara spunameistararnir af stað og snúa málunum upp og niður og herma svo allt upp á þann sem spurði hvað væri rétt eða rangt. Í anda þessa geta frjálshyggjupostular sjálfstæðismanna og framsóknar, sem greiddu götuna fyrir græðgisöflin og gerðu hrunið mögulegt með afglöpum sínum og spillingu, nú leikið óspjallaðar meyjar sem bera enga ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðarskútunni. Og stór hluti þjóðarinnar gleypir við spunanum: Icesave er sök Evrópusambandsins og núverandi ríkisstjórnar, kjósum Sjálfstæðisflokk í næstu kosningum. Þetta er vont mál. Og fer versnandi.
mbl.is Krefur viðskiptaráðherra um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarhorfur neikvæðar

Þegar yngsti strákurinn fermdist fyrir nokkrum árum lagði hann allan pening sem hann fékk í fermingargjöf inná Framtíðarbók hjá Landsbanka Íslands, þar sem það er bundið fram til 18 ára aldurs bókarhafa. Bókin ber nú neikvæða ávöxtun uppá um það bil 8%, þegar ársvextir eru bornir saman við verðbólgu. Þetta er sumsé svipað ástand og þegar ég fermdist fyrir meira en 40 árum, fermingarpeningarnir hverfa í verðbólgunni. Kanski er þetta táknrænt, framtíðarhorfur neikvæðar....

Var Davíð ekki hæfur?

Þetta er stórfrétt. Var Dvíð ekki með yfirburðaþekkingu á efnahagsmálum og hagfræði? Hvers vegna var hann þá skipaður seðlabankastóri?

Það vita allir sem fylgst hafa með stjórnmálum á Íslandi að Seðlabanki Íslands hefur um árabil verið geymsla fyrir uppgjafastjórnmálamenn, sérstaklega úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Birgir Ísleifur (D) hafði metnað til að vinna vel, og bar gæfu til að hlusta á hagfræðinga bankans í störfum sínum. Steingrímur Hermannson (B) spilaði golf og tók því rólega, og var ekki til mikilla vandræða. Davíð Oddsson hélt að hann vissi allt betur en allir aðrir um efnahagsmál, enda maðurinn nýbúinn að handstýra ríkisbönkunum til einkavinanna og gefa þeim ótakmarkað svigrúm að braska með því m.a. að leggja niður Þjóðhagsstofnum. Að skipa lögfræðimenntaðan atvinnupólitíkus sem aðalbankastjóra seðlabankans var álíka gáfulegt og hefði hann verið skipaður yfirskurðlæknir á Landspítalanum. En svona hefur nú Ísland helmingaskiptana verið. Flokksgæðingarnir sitja alls staðar í stjórnsýslunni, hæfileikasnauðir, metnaðarlitlir, vanhæfir.


mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Goggi galdramaður þyrlar upp moldviðri

Nú heyrir maður af hverjum ruglukollinum á fætur öðrum sem setja fram geðveikislegar tillögur um hvernig stemma megi stigu við hlýnun jarðar. Heyrst hafa hugmyndir um að koma upp risastórum skérmum eða sólhlífum í geimnum eða það nýjasta, að þyrla upp skýjum. Þetta er farið að minna á ruglið á 7. áratugnum, þegar menn voru reyndar hræddir um að það væri að koma ný ísöld. Þá stakk einn galdramaðurinn (bandarískur prófessor, reyndar) upp á því að bræða Grænlandsjökul með því að mála hann svartan. Þá myndi hlýna.

Þekking okkar á veðurfarsþróun er enn sem komið er takmörkuð, og veðurfarskerfin og samspil lofthjúps, vatnhjúps og lífhvols eru gríðarlega flókin. Þetta er ástæða þess að ekki er hægt að spá fyrir um veður með góðri nákvæmni meira en 2-3 daga fram í timann. Öll inngrip í þessi kerfi geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, og eru út í hött. Danski tölfræðingurinn ætti að halda sig við tölfræðina en láta vera að fara með svona rugl í fjölmiðla.

 

 


mbl.is Tilbúin ský gegn hlýnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak!

Það er frábært að SUNN þrýsti á um friðlýsingu Gjástykkis. Svæðið er einstakt, og samtökin benda réttilega á að Kröflueldar og rekviðburðurinn sem tengdist þeim voru um margt mjög lærdómsríkir fyrir skilning okkar á flekahreyfingum. Gjástykki er einstæð nátturuperla, og hana ber að friða.
mbl.is Vilja friðlýsa Gjástykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marklaus skoðanakönnun

Maður veltir því stundum fyrir sér hvert sé hlutverk skoðanakannanna í nútímasamfélaginu. Ísland hefur sótt um aðild að ESB, en við vitum ekki hvað aðild að sambandinu mun þýða fyrir okkur fyrr en að loknum samningaviðræðum. Fyrst þá geta menn gert upp hug sinn, og greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Niðurstöður þessarar könnunnar kætir sjálfsagt andstæðinga ESB aðildar, en niðurstöðurnar eru álíka marktækar og ef spurt væri "heldur þú að verði rigning á 17 júní á næsta ári".  
mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband